Ormur í auga

Hann Haraldur getur nú verið alveg sérlega óheppinn. Hver var annars bitinn af kónguló hér um daginn? Drengirnir eru enn í fríi, en skólinn byrjar á morgun. Hann var í fótbolta hér úti í garði í morgun þegar Erik félagi hans kom inn og sagði: Halli has a worm in his eye!  Og mikið rétt, á eftir honum kom Halli ráfandi með hendina fyrir öðru auganu. Og í því var þessi laglegi ormur, sem ég veiddi upp og er drengurinn heill eftir.

Hvernig fær fólk svo orm upp í augað? Halli segir: sko, ég var að labba úti í garði og þá var þar kústur sem var með ormi á, en ég labbaði á kústinn, hann fór í hausinn á mér og ormurinn skaust upp í augað á mér! Geri aðrir betur. Við vorum einu sinni í gönguferð á Vestfjörðum þegar hann hrasaði í grösugri hlíð og allt í einu fer að fossblæða úr nefinu á barninu. Við vissum ekkert hvaðan á okkur stóð veðrið. Kom svo í ljós að það hafði stungist strá upp í nefið á honum í fallinu, sem stakkst á kaf og við drógum svo út hægt og rólega.

Davíð hafði einmitt lýst yfir smá áhyggjum þegar Halli var kominn með bretti í sjónum. Hann yrði örugglega fyrir árás sela. Mér fannst það nú ólíklegt, enda eru árasir sela nú ekki algengar (sjá fyrri færslu um árás sela), en Davíð benti á það, að ef einhver yrði svo óheppinn að verða fyrir árás frá sel, þá væri Halli greyjið ekki ólíklegur kandídat. Ég held ég sé að verða sammála honum. Óheppinn, eða óheppinn?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ öll

Það er ekki af honum Halla skafið að hann getur allt.  Ha, áts sagði Beggó þegar hann heyrði af orminum en fannst að öðru leiti ekkert skrítið að maður gæti fengið orm í augað í Namíbíu. Hann sagði að lokum, "Halli verður sko að passa sig það eru til eiturslöngur í Afríku."  Ekki gott að fá þær í augun.  

kv. Anna og co

Anna (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 16:13

2 identicon

Detti af mér allar dauðar lýs!

Harpa Rut HIlmarsdóttir (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 18:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband