Atvinnubótavinna?

Ég hef svarið þess dýran eið að skrifa ekki staf um þjóðmál og pólitík, bara skrif um fjölskylduna sem enginn nennir að lesa nema skylduræknustu fjölskyldumeðlimir og vinir. En mikið hefur nú verið áhugavert að fylgjast með þjóðmálaumræðunni heima síðustu mánuði. Og er af nógu að taka. Undantekningar eru frá öllum reglum, ekki satt?

Það sem mér finnst merkilegast núna er að bankarnir halda áfram að auglýsa sig fyrir landanum. Nú á þjóðin bankana, sem, merkilegt nokk, halda áfram að reyna að laða til sín viðskiptavini hver frá öðrum með auglýsingaherferðum. Málið er því svona í kjarnann:

Eigendur bankanna: þjóðin
Markhópur bankanna: þjóðin
Tilgangur bankanna: færa viðskiptavini (þjóðina) frá einum banka til annars (frá þjóðinni til þjóðarinnar)

Þetta er ágætis æfing í fallbeygingu, sem sýnir að ég botna bara ekkert í þessu, en þetta er kannski ekkert undarlegra en margt annað sem ég hef verið að skoða frá Íslandi undanfarið. Kannski færa einhverjir vesalingar sig frá einum banka til annars, hver veit? Markaðsdeildir bankanna eru því ekki dauðar úr öllum æðum, það er gott að einhver fær vinnu þar. Og ríkið styrkir á þennan hátt efalaust einnig auglýsingastofur út í bæ. Það er huggun að vita til þess að einhver fær vinnu í kreppunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hahah ég var einmitt að velta þessu fyrir mér þegar auglýsing frá Landsbankanum rúllaði í gegn í sjónvarpinu - hvað er verið að bruðla með sjónvarpsauglýsingar???!!! og til hverra eiga þær að höfða.......þú ert greinilega alveg að ná þessu þarna í Afró ;)

Ása Dóra (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 20:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband