Smá frá Zim og Botswana

Eftir ferðina til Zimbabwe og Botswana stóðu einhverjar 6000 myndir, en Maggi stóð myndavaktina. Ég fregnaði að það væru allt að 400 myndir af sama fuglinum, en sel það ekki dýrara en ég keypti. Ég sé ekki að ég geti nokkurn tíma grafið mig í gegnum það allt til að flokka og sortera. Kannski ef ég verð komin með nóg af krítískum kenningum og velferðarhagfræði.

En myndirnar eru góðar, og algjörir gimsteinar innan um. Ég skelli hins vegar inn núna mannlífsmyndum, mest af okkur fjölskyldunni til að sýna hvað við vorum í góðri stemningu. Við leigðum rútu og komumst öll þar inn, með nóg pláss fyrir farangur. Dabbi gerðist rútubílstjóri og svo var keyrt og keyrt.

Við byrjuðum á að fara til Grootfountain, svo Mahango, áfram upp Caprivi, í gegnum Katima Mulimo, Botswana og til Victoria Falls í Zimbabwe. Allt gekk eins og í sögu. Það var reyndar komið rökkur þegar við komumst loks yfir landamærin til Zimbabwe. Þá vorum við stoppuð af úniformuðum manni. Engin umferð og engin ljós, bara vegur sem lá í gegnum þjóðgarð. Signý átti stórafmæli og var viss um að sjá ekki það næsta. Ég var nú eiginlega á því líka.

Signý: uss, Dabbi, keyrðu bara áfram, vertu ekkert að stoppa
Dabbi rútubílstjóri: ha, ég fer ekki að byrja á því að keyra niður lögreglumann (skrúfar niður rúðuna)
Löggumann: do you have anything from the bush?
Dabbi rútumann: from the bush??? No, we just want to get to our hotel

Þarna lauk þeim samskiptum. Hann var sumsé að hafa eftirlit með veiðiþjófum, en mikill skortur hefur verið í landinu, og gnægð fæðu að fá úr þjóðgörðunum. Svo að Dabbi drap engann, og við sigldum í gegnum myrkrið og sungum afmælissönginn. Daginn eftir voru Viktoríufossar skoðaðir og farið í booze crouse svo fóru nokkrir útvaldir í raftsiglingu á Zambesi ánni daginn eftir það. Ég hugðist fara en fékk magakveisu (mér finnst líklegast að Dabbi hafi byrlað mér ólyfjan því að hann fékk mitt pláss á bátnum) og í kjölfarið lyf hjá Signýju. Hún kom með ágætan lyfjaskáp og ætti að taka Signýju með í allar svona ferðir.

Þá var farið niður til Chobe þjóðgarðsins í Botswana og í gegnum Nata að Makadikadi saltpönnunni. Þá til Maun þar sem við flugum yfir Okavango Delta og loks heim til Windhoek. Þetta voru 10 dagar í allt, og 3300 km. keyrsla, eða hér um bil.

Eina sem skyggði á ferðina hjá Dabba var að hann var aftur stöðvaður af löggumann, nú í Botswana og fyrir of hraða keyrslu. Þeir eru víst voða mikið í þessu (við höfum komist að því á okkar ferðum að ef að Lonely Planet varar við einhverju, þá gerist það nánast undantekningalaust). Það var svo skemmtileg tilviljun að við hittum þarna vini okkar sem höfðu verið stoppaðir líka. Þau voru á 140 km. hraða, en Dabbi átti ekkert í það, var bara á 80. Enda var pinni undir bensíngjöfinni sem tryggði að hann stundaði engan ofsaakstur á afrískum vegum. Hann er hins vegar ekki ennþá búinn að jafna sig á að hafa þurft að borga sekt fyrir hraðakstur í Botswana.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æðislegar myndir!!!!
Takk takk

kv. Dísa

Dísa úr the ghetto (IP-tala skráð) 21.1.2010 kl. 16:59

2 identicon

Vá hvað þetta ferðalag hljómar unaðslega spennandi og frábært. Vildi að ég hefði verið þarna meðferðis. Myndirnar eru ekkert smá flottar og já, Dabbi hefur örugglega sett laxerolíu í orkudrykkinn þinn til að fá að fara að rafta með frænku sinni. Þið eruð annars öll sjúklega sæt og fín að það kemur mér í gott skap að skoða myndir af ykkur.

Harpa Rut (IP-tala skráð) 21.1.2010 kl. 22:53

3 identicon

Njótið vel, gott að geta komið einhverjum í gott skap! Og Harpa, sjáðu til, ég þarf náttúrulega að fara aftur til að komast í rafting, og þá er væntanlega lag að stofna til hópferðar...

Erla perla (IP-tala skráð) 22.1.2010 kl. 10:53

4 identicon

Hóprafting um óbyggðir Nam hljómar verulega frískandi. Góða skapið mitt lifir áfram með þessum fögru hugsunum.

Harpa Rut (IP-tala skráð) 22.1.2010 kl. 18:45

5 identicon

þetta er nú meira ævintýralífið hjá ykkur og það er frábært hvað þið eruð dugleg að ferðast og skoða á meðan þið eruð þarna. Hvenær er stefnan á að flytja heim?

Þórdís Arnardóttir (IP-tala skráð) 23.1.2010 kl. 15:42

6 identicon

Skrifstofan í Windhoek lokar við lok þessa árs, og þá hugsum við okkur til hreyfings.

Erla perla (IP-tala skráð) 25.1.2010 kl. 05:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband