Myndatökur og fleira

Ekki mikið að frétta af daglegu lífi hjá okkur. Dabbi segir að borgin sé að fyllast af Angólafólki, og ég held reyndar að það sé rétt hjá honum. Alls staðar er töluð portúgalska þegar maður er í bænum. Þetta er efnað fólk sem kemur niðureftir til að versla. Og það verslar sko. Heilu kerrurnar af fatnaði og dóti. Gott fyrir efnahaginn hér, en það eru fáar búðir þarna uppfrá.

Halli er útskrifaður af markaðsfræðideild skólans, búinn að framkvæma þrjár markaðskannanir og getur sagt ykkur allt um markaðinn. Óskar bara reiknar og reiknar þessa dagana. Alveg ágætt.

Nú eru að koma myndatökur fyrir árbókina í skólanum. Bekkjarsystir hans Óskars fór í klippileik og snoðaði af sér toppinn, mjög flott. Stefán er með laglegt glóðarauga eftir að hafa hlaupið á vegg hér heima. Sá verður flottur í bókinni. Hann hefur nýlega uppgötvað fjörkálfinn í sér og er hættur að vera þessi rólyndispiltur, er sumsé kominn í takt við afganginn af fjölskyldunni. Hann er orðinn orðinn yfirlýst partýdýr fjölskyldunnar. Hann er með geislaspilara inni hjá sér og hefur spilað Latabæ linnulaust og sungið með fullum rómi. Nú er hann kominn með suður ameríska djassaða tónlist, sem er af diski sem vinkona mín gaf mér í jólagjöf, og dansar linnulaust með miklum látum við hana. Hann heimtar líka tónlist á leiðinni heim frá skólanum á degi hverjum. Alltaf partý hjá honum. Hvaðan koma þessi gen eiginlega?

Ég er að verða eins og miðaldra, kvenkyns útgáfa af karate kid, farin að grípa moskítóflugur á flugi. Eini munurinn á mér og karatedrengnum er að hann notaði matarprjóna en ég nota guðsgafflana. Þetta skilar alveg ágætis árangri. Miklu færri bit.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Komst a netkaffiog tekkadi a blogginu ykkar. Er mjog satt med tig ad hafa skellt ter i klettaklifur og gott ad gaejinn reyndi ekki ad kyssa tig :) Hef tad faranlega gott herna i Malasiu allt betra en vid bjuggumst vid! Eg sendi ykkur langt e-mail vid taekifaeri. Bid ad heilsa strakunum og Dabba :)

Magga fraenka

NN (IP-tala skráð) 26.1.2010 kl. 11:03

2 identicon

Elsku Magga, ó, ég skila því. Við söknum þín sárt. Frábært að allt er svona gott, kannski var hið besta mál fyrir þig að kynnast munaðarleysingjahælum í Afríku fyrst!! Og hver sagði að hann hefði ekki reynt að kyssa mig? Nei, bara grín, hann er hinn mesti herramaður sem kallar mig unga dama, ekki slæmt að vera í kringum svoleiðis fólk. Gangi ykkur vel, og njótið þess að vera til!

Erla perla (IP-tala skráð) 26.1.2010 kl. 11:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband