Kolvetnishleðsla - kökuát

Ég hef trúlega tekið kolvetnishleðsluna aðeins of alvarlega. Ég er að fara að hlaupa 10K niðri á strönd á laugardaginn. Markaðsdagurinn hjá Halla er í dag, og þeir enduðu á að selja smákökur eftir ótalmargar hugmyndir. Ég endaði náttúrulega á að baka megnið af þeim, og þá verður að smakka. Mér finnst líkaminn vera orðinn fullur af sykri, ég held að kolvetnishleðslunni hafi því aðeins verið ofgert.

KökugerðHér er Halli með vöruna sína, sem er komin í fallegar gjafaumbúðir. Svipurinn er ögn undarlegur, en ég gaf fyrirmæli um að brosa því að hann var svo alvarlegur að hann leit út fyrir að vera með ösku af látnum ættingja í boxinu. Þetta varð svo útkoman. Kökurnar heita Halex cookies (Halli og Alex eru að vinna þetta saman), og slagorðið er Dare live without it. Ég kíki væntanlega á þá í verslunarmiðstöðinni í dag til að sjá hvernig þeim gengur við að selja vöruna.

Kortaskoðun

 

Litlu drengirnir eru að læra um áttir og hluti sem hjálpa okkur að rata. Óskar er að þjálfa bróður sinn í morgunsárið fyrir show and tell, en Stefán er að fara með heimskort. Óskar útbjó kort af herberginu sínu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gangi þér rosalega vel í 10km hlaupinu. Bíð spennt eftir úrslitum!!

xxx Inga Dagmar

Inga Dagmar (IP-tala skráð) 18.2.2010 kl. 13:27

2 identicon

Takk fyrir, ég er líka orðin spennt að hlaupa! Sendi úrslit þegar þau liggja fyrir. xx Erla

Erla H (IP-tala skráð) 18.2.2010 kl. 18:04

3 identicon

Hæ hæ

Loksins kvitta ég fyrir mig!

Mikið sem hárgreiðslupistillinn kætti mig - ekki dró svo úr þegar ég sá þig vitna í kenninguna góðu. Hún er alltaf að greipa sig fastar í sessi með árunum, það eitt er víst.

Það er tvennt aðallega sem ég vildi biðja um - ég vil gjarnan sjá mynd af geómetískri klippingu þinni og svo er ég afskaplega forvitin að heyra hvernig frumburðurinn stóð sig í sölumennskunni? Með svona tagline, þá hljóta Halex kökurnar að hafa rokið út. Ég er mjög ánægð með hann, enda kominn af mjög svo góðu fólki :)

Love,

stína

stína (IP-tala skráð) 19.2.2010 kl. 01:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband