Komin á íþróttasíðurnar

Þetta er alveg bráðmerkilegt en ég er búin að finna það út af eigin raun að það eru margir sem lesa íþróttasíðurnar í staðarblöðunum. Ég er að verða nokkuð fræg, fékk nafnbirtingu í The Namibian og reyndar líka Namibia sport. Ég náði sumsé þriðja sætinu í kvennaflokki. Reyndar er nafnið ekki stafað rétt, en það skiptir nú ekki öllu. Nú þarf ég bara að bæta mig um stuttar 8 mínútur, og þá er þetta komið. Get farið að hala inn gullin.

Rössing styrkti hlaupið, en það er í eigu Rio Tinto. Umhverfisfræðingurinn fékk hland fyrir hjartað þegar hann sá öll Rio Tinto skiltin. Ég hélt að hann þyrfti poka til að anda í. Nú á ég bæði bol og húfu með merki þeirra, sem ég get sett upp við góð tækifæri ef ég vil koma Dabba úr andlegu jafnvægi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Snillingur Erla !!!

ég er sko búin að grobba mig af þér á fjésinu - ekki amalegt að geta sagst þekkja þig hahaha.......

þú þarft nú að taka þá í gegn með að stafa nafnið þitt rétt - og hvar eru myndirnar af þér???!!!

kveðja úr snjónum.......

Ása Dóra (IP-tala skráð) 4.3.2010 kl. 00:53

2 identicon

Já, ég skil ekkert í þeim að hafa ekki mynd. Minna mál með nafnið, þetta kom nú bara ótrúlega vel út, miðað við allt og allt. Ég er búin að vera svo upptekin, hef ekkert kíkt á facebook einu sinni.

Ég sendi þeim kannski bara mynd af mér, svona til vonar og vara fyrir næsta hlaup?

Erla perla (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 11:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband