Bíó

Við fjölskyldan skruppum í bíó í dag. Hér í landi eru tvö bíóhús, eitt í höfuðborginni og svo annað niðri á ströndu. Nonni frændi spurði Dabba um daginn hvort að við hefðum séð Avatar í þrívídd. Við hlógum mikið að því. Það koma alls konar uppákomur upp í bíóferðum og ég hef núorðið öðlast mikla virðingu fyrir sýningastjórum. Hér er myndin kannski ekki í fókus, flöktandi, eða kemur ekki. Um daginn var hún hálf útaf tjaldinu. Áhorfendur litu hver á annan í allnokkurn tíma, þar til að einn blótaði á afrikaans og fór fram að láta vita.  Við Halli fórum um daginn og þá var það ég sem gafst upp til að biðja um að myndin yrði sett í fókus.

Þetta er jú Afríka og fólk þarf að ganga í gegnum alls konar vesen sem ekki þekkist heima á Íslandi. Ein vinkona mín er að byggja. Húsið átti að vera orðið tilbúið í desember síðastliðnum. Svo núna í mars. Núna er hún að horfa til desember aftur, ári eftir upphaflegu áætlunina. Byggingaverktakinn er skúrkur. "Maður sér í gegnum fingur sér með smá byggingaefni hér og þar" sagði vinkonan, en svo var vinurinn farinn að rukka fleiri glugga en voru á húsinu og þess háttar. Steininn tók þó úr þegar framkvæmdir höfðu verið óvenju hægar í nokkrar vikur. Þá hafði byggingavöruverslunin samband, þar sem vörur voru keyptar, en verktakinn fékk borgað fyrir allt saman. Hann hafði hins vegar skrifað allar vörurnar hjá þeim beint, og samt þegið borgun fyrir. Vinkonan er að missa alla von um að húsið verði nokkurn tímann tilbúið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband