Myndir og fleira

Ég eyddi öllum gærdeginum á vinnufundum um niðurgreiðslur í vatnsgeiranum í Namibíu með fólki úr geiranum. Mjög áhugavert. Á meðan gerðist það markvert að Óskar var sendur til skólastjórans. Eiginlega skrýtið að hann hafi ekki verið tekinn fyrr á beinið í skólanum.

Vettvangsvinnan fyrir doktorsverkefnið er á rífandi siglingu hjá mér, í næstu viku fer ég að vinna með Evrópusambandinu og svo í vettvangsferð norður til Rundu á slóðir verkefna Lux-Development vikuna þar á eftir. Síðan verður haldið heim til Íslands í frí.

Talandi um frí, hér koma nokkrar myndir frá Swakopmund frá maí í ferðinni með Sivu og Jóa. Myndir frá Kunene og Fílabeinsströndinni eiga enn eftir að rata á síðuna, það er í hægri vinnslu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband