Enn af lokaverkefnum

Stefán var að flytja sitt lokaverkefni í skólanum í morgun, um fíla. Fór með þessa heljarinnar fílahárkollu og tjáði sig fyrir framan bekkinn um þessi göfugu dýr (þau eru með show and tell í hverri viku). Óskar gerir sitt á föstudag, en hans bekkur á að skrifa sögu og flytja hana með handbrúðum, sem allir eru búnir að útbúa heima og skila inn.

Þemað er sirkus. Óskar er búinn að gera uppkast að sögunni sinni sem varð eiginlega hálf ruglingsleg og endaði illa. Hans brúða er trúður, en við bökuðum andlitið úr trölladeigi og límdum sleif á hana, skreytt skyrta utanum. Svona er sagan:

Once upon a time there was a little clown. He caught an animal, a lion, from the forest. The lion tamer in the circus let him jump through a fiery hula hoop. The small clown made funny things in the circus. He had balloons and a big flower. The lion bid the clown.

Þegar þarna var komið sögu fannst móðurinni að sagan væri að taka á sig óæskilega mynd, svo að við ákváðum að vinna þetta frekar í vikunni. Við Dabbi fórum svo í afmælisboð um helgina, Halli á grímuball í skólanum og loks héldum við matarboð. Við verðum að nýta tímann vel, þar sem að við erum að halda heim innan skamms. Hér eru síðan nokkrar myndir sem við tókum á sýningunni og útskriftinni hans Halla um daginn:


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Oh við erum farin að sakna ykkar hræðilega mikið!!  Hvenær komið þið eiginlega heim??  Ég var að spila við systkinadætur Jóa í dag með fínu Namibíuspilunum og bara fylltist "heimþrá" í Von Echenbrecher - hlakka hrikalega til að sjá ykkur í sumar :)

Og sagan hans Óskars er snilld, Halli góður í kynningunni á verkefninu og vona að Stebbi sé búinn að ná sér, knús til allra :) 

Siva (IP-tala skráð) 13.6.2010 kl. 22:25

2 identicon

Við stefnum heim á föstudagsdkvöld, erum komin á laugardagskvöld heim. Þið verðið að æfa sjöu til að verða ekki eins og einhverjir lúserar í næstu umferð....

Ég er búin að vera í vettvangsferð uppi í norðaustur Namibíu, er komin til baka núna. Halli er ekki búinn að ná sér, verður vonandi orðinn góður þegar heim er komið. Hef samband þegar það verður.
Luv
eh

Erla perla (IP-tala skráð) 17.6.2010 kl. 00:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband