Enn af þunguðum glæponum

Við Leja vorum að ræða glæpinn í færslunni á undan, en þarna var um að ræða hvíta konu sem gift er lögfræðingi, hvað þá annað.

Hún sagði mér líka þessa skondnu sögu af konu sem í fyrra hugðist stela kjúklingi úr stórmarkaði. Sú þóttist vera ólétt og stakk hráum kjúklingnum undir blússuna. Svo tók hún smáhluti sem hún ætlaði að borga fyrir við kassann. Þegar hún beið í röðinni við kassann vildi svo óheppilega til að það fór að leka safi og blóð úr kjúklingnum. Allir hlupu upp til handa og fóta og hringdu á sjúkrabíl, því þeir héldu að hún væri að missa legvatnið!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já þetta er pottþétt aðeins öðruvísi þarna úti heldur en hér heima á klakanum. Annars eru allir að missa sig yfir háu bensínverði og nú er svo komið að lagan verðir geta varla keyrt um lengur það er svo dýrt. Kannski við eigum eftir að sjá menn í víðum frökkum reyna að stela bensíni á næstu bensínstöð Vona að þið hafið það svo bara gott ég er að fara norður í næstu viku að hitta Brynju sem er hér í 3 vikur og býður til gyðjuboðs á laugardaginn væri nú ekki leiðinlegt að hafa þig með.

Þórdís Arnardóttir (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 09:11

2 identicon

Hæ, ég væri sko til í að koma í gyðjuboð, en reyndar voru vinir okkar að koma svo að við erum að fara í ferðalag núna á morgun og allir búnir að hlakka ótrúlega mikið til. Góða skemmtun - ég skal lyfta skál fyrir ykkur á laugardaginn, en þá verð ég komin til norður Namibíu!

Erla perla (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 10:25

3 identicon

Skemmtu þér nú vel skvísa á nýjum slóðum ekki slæmt að fá að skoða og upplifa fullt af nýjum hlutum á þessum tíma ykkar þarna í Namibíu. Maður er alltaf með það bakvið eyrað að skella sér bara í heimsókn til ykkar!

Þórdís Arnardóttir (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 10:27

4 identicon

Er ekkert stopp á fjörinu hjá ykkur þarna fyrir sunnan? Enginn tími til að blogga fyrir spennta vini norðar á hnettinum.

Hugsa mikið til ykkar. 

harpa snarpa (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 20:02

5 identicon

Bara gat ekki setið á mér að nefna það að það er líka fjör hjá okkur fyrir norðan.  Meðan þið kíkið á afríkudýrin flykkjast hvítabirnir á mínar slóðir ... þetta er svo ótrúlegt að það nær varla nokkurri átt!  Fullt af myndum á skagafjordur.com og forspáan mann hefur dreymt fyrir einum enn - við bíðum spennt :)

Vonandi gengur það betur næst í ísbjarnarmóttökunni, fyrsta skiptið var alls ekki til fyrirmyndar, komumst hálfa leið í að svæfa birnuna, og vonandi getum við svo skilað þeim þriðja heim aftur!

Knús!

Siva (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 14:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband