Sveitaferð


Jenny2
Við skruppum í sveitaferð í dag, en Jenny, skrifstofustjórinn hjá ICEIDA á landskika stutt frá Windhoek þar sem hún eyðir helgunum með fjölskyldunni. Þau hafa kindur og við fórum að heimsækja þau nú í morgun. Aðaltilgangur ferðarinnar hjá okkur var að skoða lömbin.
 
Kindurnar eru nú aðeins öðruvísi en heima. Hér heldur Óskar á mórauðu lambi. Ullin er stríð, enda myndu þær festast í kjarrinu ef þær hefðu ullarlagð eins og íslensku kindurnar. Þessar eru ræktaðar fyrir kjötið. Eyrun eru lafandi og dindillinn langur. Lömb eru nú alltaf svo yndisleg og við gátum kjassað þau að vild.
 
 

traktor
Þau eru með 76 kindur og lömb, eitt lambanna dó reyndar úr kulda um daginn þegar kaldast var. Ærnar bera tvisvar á ári og eru þær jafn litskrúðugar og hinar íslensku systur þeirra.

Strákarnir fengu að taka í traktorinn. Svo fórum við í stutta gönguferð um skikann. Bavíanar gera stundum mikinn usla, með því að skemma girðingar og fleira. Nú voru óvenju fáir bavíanar því að það hefur verið hlébarði í nágrenninu og þá halda aparnir sig í fjarlægð. Við sáum einmitt hlébarðaspor í sandinum þegar við vorum í labbitúrnum.






Jenny3Við tókum með okkur nesti, nýbakað brauð og ýmis konar álegg, drykki og fleira og snæddum undir beru lofti. Það var frábært að fá tækifæri til að komast aðeins út úr bænum og fyrir strákana að spretta aðeins úr spori úti í náttúrunni. 
 
Hér er Jenny í makindum við nestisborðið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnheiður Fanney Magnúsdóttir

Eretta nokkuð lambakjöt á lágmarksverði;o)  ??

Arnheiður Fanney Magnúsdóttir, 15.7.2008 kl. 10:22

2 identicon

Ógisslega flott traktoramyndin af strákunum.

Linda (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 10:31

3 identicon

Hæ mamma áðann ældi ég með hálsinum og nú er ég líka veikur og ílt í hálsinum

þinn ást kæri sonur Halli og frænka Kristín

Halli og Kristín (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 11:36

4 identicon

Elsku Halli minn, ég vona að þú sért búinn að jafna þig á veikindunum. Við hlökkum óendanlega mikið til að fá þig heim í næstu viku. Við erum farin að telja dagana! Allir biðja kærlega að heilsa.

Þín ástkæra mamma 

Erla perla (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 10:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband