Mahango

Kavango 5

Friðlýsta svæðið Mahango liggur við munn Caprivi héraðsins í austur Namibíu, meðfram Kavango ánni og niður að landamærum Botswana. Þarna er mjög fallegt og margbreytilegt dýralíf sem skemmtilegt er að skoða. Maður fer í safaríferð með leiðsögumanni, eða keyrir í eigin bíl. Sá ferðamáti hentar okkur nú betur, enda verða drengirnir stundum óþolinmóðir og hávaðasamir í safarí, svo að við nutum þess að fara í gegnum garðinn sjálf á bílnum. Fórum reyndar tvisvar, einu sinni um hádegisbilið og svo aftur síðdegis, enda er þetta ekki mikil keyrsla þar sem við gistum rétt fyrir utan garðinn.

 

 

Kavango 6

Þarna eru bavíanabörn að leika sér að gömlu röri, en mikill fjöldi apa var þarna, sem og antílópur. Margar þeirra er ekki að finna annars staðar í Namibíu.

Halli var með dýrabók sem Rósa og Jóndi gáfu okkur, og því var léttur leikur að þekkja allar tegundir dýra sem við sáum.

 

Og svo eru náttúrulega fílarnir, sem maður fær að sjá í milku návígi 

 

Kavango 4

Við vorum akkúrat að keyra þarna á veginum þegar fílarnir komu þrammandi í gegnum kjarrið, ég leit beint í andlitið á þeim fyrsta (munið, það er vinstri umferð!). Maður er nú ekkert að doka við, heldur forðar sér í burtu og fylgist svo með þeim þramma áfram á leið sinni að svala þorstanum í ánni. Kannski fá þeir sér bað líka.

Við vorum svo heppin að sjá stóra hjörð af buffalóum, um 50 dýr sem héldu sig í flæðunum við ána. Þetta var í fyrsta skipti sem við sjáum buffaló í Afríku.

 

 

Kavango 2

 

Gistingin okkar var við árbakka Kavango árinnar, þar sem bæði eru flóðhestar og krókódílar. Þar er eins gott að passa sig.

 

 

 

 

 

Kavango 3

Strákarnir nutu lífsins í hitabeltinu. Hér er malaría allt árið um kring og við tökum öll malaríulyf, enda ekki svo oft sem við förum inn á þau svæði. Lyfin fara bara vel í mannskapinn og nú orðið er auðvelt að koma þeim niður. Svo eru líka gerðar aðrar ráðstafanir, við sofum stundum undir netum, allir eru spreyjaðir með moskitóvörn hátt og lágt, við brennum kol, höfum fælu í herberginu og auk þess er eitrað við hurðir og glugga þar sem þessi kvikindi sleppa inn. Mikil vinna? -Kannski, en ég man líka hvað það var mikil vinna heima að koma öllum í kuldagallana, vettlingana, stívélin...  

 

 

 

Kavango 9Hér tekur bara öðruvísi vinna við. Reyndar er lífið orðið ljúft því að strákarnir ganga bara í stuttbuxum og bol, berfættir í sandölum.

 

Hér situr Stefán á kajak á árbakkanum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

vá ævintýrið.....  

kveðjur,

Dísa (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 21:14

2 identicon

Hæ, ég er mikil áhugamanneskja um moskítovarnir, eru þetta bara venjuleg kol sem þið brennið? Eða eru þetta sérstök moskítókol?

Bestu kveðjur

Rosa Rut (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 11:29

3 identicon

Hæ, Dísa. Var að spá í þessa útþrá þína. Þar sem þú talar nú portúgölsku reiprennandi er ekki úr vegi fyrir þig að kanna möguleika hjá NGOs sem eru starfandi í fyrrum nýlendum Portúgala, t.d. í Angóla eða Mósambik. Fólk sem talar portúgölsku er alltaf verðmætt á þeim slóðum... bara hugmynd!

Rósa, ég skil áhugann - er ekki allt vaðandi í flugum í Egyptalandi? Kannski Frakklandi líka? Svo erum við náttúrulega viðkvæm fyrir bitunum og staðarfólk skilur ekkert í þessu. Þetta eru sérstök moskítókol, ég man að við notuðum svona í Kanada líka. Eru græn og brenna í hringi eins og gamaldags element á eldavélum. Svo eru líka til olíur sem fæla burtu moskító og þá er hægt að brenna kyndla eða lampa úti við á kvöldin. Kolin eru með dálítið sterka lykt sem fara stundum ekkert rosalega vel í suma, og fötin og annað verður gegnsýrt af þessu, en það venst og er vissulega betra en að vera allur útstunginn!

Erla perla (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 15:58

4 identicon

Jihhh minn eini hvað tíminn flýgur - ég sé að ég er búin að missa af ótrúlega löngum bloggtíma hjá ykkur - næ bara ekki uppí þetta......

....hrikalega gaman að lesa bloggið þitt Erla einsog endranær - rak sérstaklega augun í þar sem þú talar um bíltegundirnar og það að bera kennsl við vitnaleiðslur.....eða hvað það heitir - ég man sko vel eftir vöntun á þeim eiginleika að þekkja í sundur bíltegundir - algengt svar hjá þér var (já auðvitað þegar við vorum í Varmahlíð og ég vissi uppá hár á hvernig bílum gæjarnir voru...) : tja.....hann var blár.....:)

.......heyrðu já og þið hafið auðvitað orðið vör við fréttirnar af Fróninu - meira hvað við erum öflug - að ná að setja heimsbyggðina á hliðina.....(einsog fréttaflutningurinn erlendis virðist vera....).....en hey - er ekki um að gera að standa saman og brosa.....horfa uppávið og koma sér þangað - ég kemst í heimsókn til ykkar - einhvernvegin......þrátt fyrir allt og alla heheh.....;o)

.....takk svo fyrir innlitið á síðuna mína - er búin að vera í bullandi bulli undanfarið varðandi matarræðið - segi sjálfri mér til syndanna reglulega - en næ ekki að rífa mig upp á .......you know.......EN það tekst á endanum - vittu til ;o)

 heyrðu jæja - Risaknús og kremjur frá mér til ykkar allra elsku snúllurnar mínar - til hamingju með öll afmælin sem ég missti af - svakalegt að sjá hvað strákarnir stækka og þroskast..........hafið það sem allra best !!!!

 kv. Ása Dóran.......

Ása Dóra (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 01:34

5 identicon

ég sá einu sinni fíl pissa, hann pissaði mikið.  Kannast við þessi kol, við notum þau líka hér í litlu Svíþjóð, myggurnar bíta mann svo stórsér á en sem betur fer fylgir þeim ekki sjúkdómur heldur bara óþægindi, kolin duga vel og kerti með sömu"fýlunni".  Njótið lífsins og í guðanna bænum verið dugleg að nota netin.

Knús í hús

Brynju sem langar heim á klakann þrátt fyrir allt og er að fara að fela nammi í tilefni afmælis dótturinnar

Brynja (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 06:42

6 Smámynd: Erla Hlín Hjálmarsdóttir

Hæ, skvísur. Ása, bara keyra á prógrammið, ég er alltaf að bíða eftir bloggi, og Brynja, vonandi kemurðu heil undan afmæli. Annars eru þau rosalega skemmtileg, maður á bara að njóta þeirra og sjá krakkana blómstra þegar þau eru miðpunktur athyglinnar. Og báðar tvær, bara að halda áfram að plana Afríkuferð, hér verður tekið vel á móti öllum!! Hér eru allir almennilegir kúkar kallaðir fílakúkar (Stebbi hættur á bleyju svo að kúkar eru dálítið í umræðunni) , ég get ímyndað mér að fílapiss sé laglegur foss. Ég fylgist spennt með öllum ykkar færslum, ekki láta deigan síga við að setja daglega lífið á netið.

Erla Hlín Hjálmarsdóttir, 18.10.2008 kl. 16:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband