Vatn, vatn, vatn

 

Vatn 2

Ég hef sýnt ykkur myndir úr sveitinni þar sem lífið hjá konum og börnum snýst um vatnsburð og fólk gangandi langar vegalengdir með vatnsdunka og ílát. Hér í borginni er lífið einfaldara. Vatnið er drykkjarhæft úr krönum, en við leggjum reyndar ekki í það með okkar viðkvæmu, íslensku maga. Við fáum því senda heim 5 gallona vatnsdunka fyrir 400 kr. sem við tengjum við kæli.

Á myndunum eru strákarnir léttklæddir að svala þorstanum við dunkinn góða.

 

 

Vatn 1 Nú er farið að hitna aðeins og hitinn vel yfir 30 stig í herbergjunum þegar við erum að fara í bólið á kvöldin.  (Strákarnir eiga þessar forlátu klukkur sem eru með hitamæli) Strákarnir taka þessu nú bara vel, en við eldri kynslóðin og Halli eigum erfiðara með að sofna, en loftkælingin í herberginu okkar er biluð. Við Halli vorum að metast um í hvoru svefnherberginu væri heitara, og Halli var sigri hrósandi í gærkveldi þar sem hann hafði fengið blóðnasir þegar hann var kominn í bólið og kenndi hitanum alfarið um. Þarna var komin beinhörð sönnun um að herbergið hans væri það heitasta í húsinu og það varð fátt um svör hjá mér. Nú bíð ég spennt eftir að viðgerðarmenn komi að kíkja á kælinguna og við höfum þá alltaf þann kost að færa Halla inn til okkar.

Mér finnst reyndar ósköp notalegt að hafa góðan hita. Nú er spáð rigningu og þá mun kólna lítisháttar aftur. Moskótóflugurnar eru komnar aftur og maður er alltaf með bit hér og þar, en ekkert sem hrjáir um of.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þó svo hér sé veturinn að skella á, þungbúið og sullar í 10 gráðum þá er ég með slatta af moskítobitum líka. Svo virðist vera að ef ein fluga, þarf ekki meira, er að þvælast um borgina þá þefar hún mig uppi. Ótrúlega lúnknar á þetta. Er einmitt með afskaplega skemtilegt bit ofarlega á kinnbeininu.

Gangi ykkur vel í baráttunni við hitann og þvalann

bisous

Rósa Rut (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 20:16

2 identicon

kvitt kvitt, oh ég væri nú stundum til í smá hita;o)  ég var nú reyndar að hugsa um hvað það væri hlýtt úti, ábyggilega alveg örugglega +  7gráður haha.

fanney magnúsd (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 17:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband