Hættur Kunene árinnar

Hreinsi Epupa 2

Við gistum við árbakka Kunene árinnar þegar við fórum í ferðina góðu. Þarna má sjá sólarlagið og ef vel er að gáð, úðann frá Epupa fossunum.

Hreinsi Epupa

Hér situr Hreinsi í makindum með bjórinn sinn (hann er þarna þó að hann sjáist kannski ekki) með Angóla og Kunene ána í  bakgrunni. Við vorum náttúrulega með lífið í lúkunum með að hafa strákana þarna við ána, en kunnugir fullvissuðu okkur um að það væru ekki neinir krókódílar þarna því að áin væri orðin of straumhörð.

Halli komst að þeirri skynsamlegu niðurstöðu að maður myndi væntanlega ekki  halda lífi ef maður dytti í ána. Og hann hefur efalaust haft rétt fyrir sér því að fyrir viku dó Bandaríkjamaður sem reyndi að synda yfir ána og lenti í fossunum (clever?). Og ekki nóg með það, þá hvarf þýskur leiðsögumaður á þessum gististað sporðlaust í vikunni. Talið var að krókódílar hefðu dregið hann niður í ána. Lík hans fannst 12 kílómetrum neðar í ánni, en það var ekki með bitmörkum svo að málið er enn í rannsókn. Maður hugsar til ferðafólks hans sem væntanlega hefur kosið að fara í hópferð því að hættur Afríku eru of miklar og því telja margir það betra að fara í hópferð heldur en að ferðast á eigin vegum. Þau hafa efalaust stykst í þeirri trú sinni eftir þessa reynslu.

Okkar hættur reyndust helstar þær að við vorum bitin út og suður af moskítóflugum þessa nótt sem við gistum (og þvílík nótt) og þetta er á svæsnu malaríusvæði. Þrátt fyrir veikindi síðustu vikur, þá höfum við sloppið og getum væntanlega þakkað malaríulyfjunum fyrir það, en við tókum þau af mikilli samviskusemi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sporðlaus þýskur leiðsögumaður. Það hljómar ekki vel!

harpa hr (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 23:06

2 identicon

Hahahah mér þykir Harpa athugul - tók ekki eftir þessu.....en bahhh ég er að kvarta yfir tveimur flóabitum - byði ekki í hvernig ég yrði af moskítóbitum í Afríku (er með ofnæmi - veit hvernig ég verð af skandinavískum mýflugum frænkum þeirra).....

.....passa sig á krókópókó!!!

Ása Dóra (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 01:02

3 identicon

Já mig grunaði alltaf að þetta væri varasamur staður, en vel þess virði að fara þangað ef maður nær að sleppa við krókódílana... man svo heldur ekki eftir að hafa verið í einhverri bjórdrykkju þarna, eins og þú ert að gefa í skyn, enda bendir ekkert til þess á myndinni ;-)

Hreinsi (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 17:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband