Borðtennistímabilið er hafið!

tennis 3Nú er regntímabilinu lokið og borðtennisborðið var aftur sett upp í garðinum á laugardag. Hér má sjá yngsta fjölskyldumeðliminn beita spaðanum af mikilli leikni.

tennis 4

Hér má svo sjá heimilisföðurinn sem horfir á Halla og Eric taka fyrsta leikinn sinn. Við kveiktum einnig upp í grillinu. Nú er kominn vetrartími hjá okkur og þá fer að dimma um klukkan sex, svo að kvöldin nýtast ekki alveg eins vel. Hins vegar má segja að morgnarnir nýtist mjög vel, því að vetrartíminn er ekkert að flækjast fyrir Stefáni og Óskari sem enn vakna hressir og kátir klukkan 5 á morgnana. Gaman að því.

tennis 2

Í hádeginu fórum við á kaffihús í garðiyrkjustöð sem er með afgirtu leikhorni fyrir krakkana. Mjög praktískt. Stefán fann sér ljón til að hamast á, og Halli gat klifrað í trjánum.

tennis 1


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Erla! það er ægilega gaman að skoða og lesa bloggið þitt, meiri ævintýrin sem þið lendið í alveg óumbeðið :) Og mikið ægilega eru strákarnir ykkar sætir! Miklir grallaraspóar greinilega. Kveðja frá klakanum, Ingveldur.

Ingveldur (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 11:12

2 identicon

Haha, já, grallaraspóar er trúlega rétta orðið yfir þá. Við sjáumst nú kannski (trúlega?) á Akureyri með börnin þann 17. júlí? Hlakka til að sjá framan í ykkur!

Erla perla (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 13:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband