Himbabolti

bolti 6

Megintilgangur ferðarinnar hjá Davíð var að skoða brunna sem Þróunarsamvinnustofnun hefur verið að byggja í samvinnu við Himbana og stjórnvöld. Einn þeirra er í Epembe, á leiðinni upp til Epupa og stoppuðum við þar. Hér má sjá Himbastrák við vatnskranann og skólahús í bakgrunni. Meðan Davíð var að sinna skyldu sinni, fékk ég að kíkja inn í skólann, sem var eitt stórt herbergi, með þremur borðum og nokkrum stólum. Krakkarnir sitja væntanlega á gólfinu en þarna eru þrír kennarar með rúmlega 60 börn á aldrinum 6 til 14 ára. Það var helgi þegar þetta var og aðeins nokkrir strákar sem voru þarna eftir yfir helgina því það var of langt heim til þeirra. Mun færri stelpur eru í skólanum en strákar, en 79% fullorðinna hafa aldrei farið í skóla, og sjá því kannski ekki þörfina fyrir skólagöngu, og stúlkurnar gjalda meira fyrir en drengirnir.

bolti 4

Hér er ég að gefa strákunum penna, sem þeir voru ákaflega glaðir með.

bolti 5

Svo glaðir að þeir dönsuðu um af kátínu.

bolti

Við strákarnir og Hreinsi tókum síðan smá fótbolta með strákunum, en þeir áttu einn bolta sem var vita loftlaus en gagnaðist okkur bara vel. Við ætlum að senda þeim nokkra bolta og pumpur þegar við fáum næst ferð þarna uppeftir, enda er fótbolti praktískur því að það þarf ekki meira en bolta og svo er hægt að spila á sandi sem alls staðar finnst.

bolti 2

Hér er Stefán í hringiðu atburðanna.

bolti 3

Og svo Halli, sem reyndar var ekki upp á sitt  besta því að hann var með svæsna magakveisu. Himbastrákarnir voru hins vegar nokkuð sleipir í fótboltanum, og síðan voru mennirnir frá vatnsmálaráðuneytinu sem voru að skoða brunnana með okkur, líka komnir í fjörið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

.....það þarf ekki mikið til að gleðja.....

Ása Dóra (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 15:46

2 identicon

jææææjja góa mín - á ekkert að fara að blogga - heil vika síðan síðast!!??

- muahahahh ég stóðst ekki mátið - fyrst ég hankaði þig á þessu - hey ég þarf eiginlega að rabba aðeins við þig - er í B.S. pælingum - datt Brekka í hug í sambandi við það sem ég hef í huga.....skrifumst á í t-pósti - heyri í þér fljótlega ;o)

knús og kremjur af eyrinni....

Ása Dóra (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 00:08

3 identicon

Ekki málið, væri spennandi að gera eitthvað með Brekku, við verðum í sambandi. Er löglega afsökuð því ég er búin að vera með pesti, en er búin að jafna mig svo ég get hafist handa við bloggið..

Erla perla (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 08:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband